Lækkað eldsneytisverð eykur akstur Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 09:48 Fyllt á vestra. Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent
Bensínverð hefur ekki verið lægra en nú í Bandaríkjunum í langan tíma. Ein af áhrifum þess er að ökumenn þar aka meira en áður. Síðustu tólf mánuði hefur akstur Bandaríkjamanna síaukist og aðeins einu sinni í sögu landsins hafa þeir ekið meira í einum mánuði en í febrúar í ár. Þann mánuð óku Bandaríkjamenn 221,1 milljarða mílna, eða 356 milljarða kílómetra. Ef að veturinn hefði ekki orðið eins harður í norðausturhluta landsins þennan mánuð og raun bar vitni, hefði aksturinn orðið talsvert meiri. Þrátt fyrir að bensínverð hafi farið örlítið hækkandi frá því í janúar er verðið rétt um einum dollar lægra á hvert gallon en í fyrra. Það kunna Bandaríkjamenn greinilega vel að meta og nota nú bíla sína af miklum móð. Sala á bílum í Bandaríkjunum er eðlilega ágæt í þessu árferði og hefur hún verið meiri alla mánuði ársins en sömu mánuði í fyrra.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent