Söluminnkun Volkswagen Group í apríl Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 10:25 Fjöldamörg bílamerki tilheyra Volkswagen Group. Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent
Stöðug söluaukning hjá hinni stóru bílafjölskyldu Volkswagen Group hefur verið samfellt í fjögur og hálft ár, þar til í apríl á þessu ári, en þá varð 1,3% söluminnkun. Mestu munaði þar um 4,8% söluminnkun aðalmerkisins, Volkswagen, en Audi, Porsche og fleiri bílamerki Volkswagen Group gerðu mun betur og uku verulega við sölu sína. Sala Volkswagen bíla á ýmsum mörkuðum minnkaði mikið. Í Brasilíu varð hún til dæmis 26,7% og aðeins varð 0,2% aukning á hinum stóra bílamarkaði í Kína. Enn fremur er söluminnkun í Bandaríkjunum og Rússlandi áhyggjuefni hjá Volkswagen. Í Kína varð hinsvegar 2% aukning í sölu á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur þó orðið 1% heildaraukning í sölu Volkswagen bíla í heiminum og salan náð 3,34 milljónum bíla. Á sama tíma hefur aukning í sölu Audi bíla numið 5,2%, Skoda um 6,1, Seat um 8,6% og Porsche hvorki meira né minna en um 32%. Þar sem sala Volkswagen bíla vegur svo mikið í heildarsölunni er aukningin þó ekki meiri en raun ber vitni.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent