Stærstu skrefin hingað til við losun hafta að mati fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2015 19:37 Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Fjármálaráðherra boðar að stigin verði stærstu skrefin hingað til við afnám gjaldeyrishafta í frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram á næstu dögum. Nær öruggt má telja að störf Alþingis verði framlengd inn í sumarið vegna þessa, en því ætti að óbreyttu að ljúka á föstudaginn í næstu viku. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir mikla tæknilega og lagalega vinnu liggja að baki frumvarpa sem brátt líta dagsins ljós um afnám gjaldeyrishaftanna. Efnahagslega þurfi að líta í mörg horn við afnám þeirra. Það skiptir gríðarlega miklu máli hvernig staðið verður að afnámi gjaldeyrishaftanna. En fjármálaráðherra vonar að samstaða takist um þetta mikilvæga mál þegar hann leggur frumvörp sín fram á Alþingi. Það verður þó ekki í þessari viku. Fjármálaráðherrann segir frumvörpin ekki afnema höftin algerlega. „En þetta eru frumvörp sem taka á annars vegar á slitabúunum og þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir svo lengi að þetta virðist ætla að taka allt of langan tíma að fá einhvern botn í það. Þetta svarar þá því hvað við teljum að þurfi að gerast til að hægt sé að ljúka slitum á slitabúunum,“ segir Bjarni Hins vegar taki frumvörpin á aflandskrónunum; þeirri snjóhengju af krónum sem finna megi utan slitabúanna. „En við munum líka vilja ræða um það hver verða önnur næstu skref. Allt hefur þetta miðað að því að setja fram heilstæða áætlun og ég trúi ekki öðru en það geti tekist góð samstaða í þinginu um að stíga þessi mikilvægu skref núna,“ segir Bjarni. Fyrr á þessu ári gripu stjórnvöld til aðgerða vegna haftanna með fækkun fjárfestingakosta og útboð fara fram síðar á árinu að undangengnum ákveðnum breytingum segir Bjarni.Myndir þú lýsa því þannig að þetta væru mjög stór skref sem þarna yrðu stigin?„Já, þau langstærstu og í raun fyrstu alvöru skrefin í átt að því að færast úr þessum miklu stífu höftum yfir í gjörbreyttar aðstæður,“ segir fjármálaráðherra. Bjarni efast ekki um ekki verði allir í hópi kröfuhafa sáttir við þessar aðgerðir. Aðalatriðið sé hins vegar að ná sátt um málið á Alþingi. „Og það tækist breið samstaða um að vinna þessum málum framgang. Það getur þýtt að við þurfum að vera eitthvað aðeins lengur hér (við þingstörf) en starfsáætlun gerir ráð fyrir. En það verður bara svo að vera. Þetta eru það stór og mikilvæg mál,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira