Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni 2. maí 2015 14:00 McIlroy og Horschel buðu upp á spennandi leik í gær. Getty Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00. Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Aðeins 16 kylfingar eru eftir á Cadillac heimsmótinu í holukeppni en riðlakeppninni lauk í gær með mörgum spennandi leikjum. Mesta spennan var án efa á milli Rory McIlroy og Billy Horschel en þeir höfðu báðir sigrað fyrstu tvo leikina sína og börðust því um hvor kæmist í 16 manna úrslit. Horschel leiddi nánast allan hringinn og átti tvær holur þegar að tvær voru eftir. McIlroy sýndi þó snilli sína og fékk tvo fugla á síðustu tveim holunum sem Horschel hafði engin svör við en þeir enduðu því í bráðabana þar sem McIlroy hafði betur. Ungi Masters meistarinn Jordan Spieth datt þó úr leik en Englendingurinn Lee Westwood sigraði hann í spennandi leik sem fór alla leið á 18. holu. Fleiri stór nöfn eru dottin úr leik en þar má nefna Sergio Garcia, Henrik Stenson, Jimmy Walker, Adam Scott, Jason Day og Bubba Watson en sá síðastnefndi þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Louis Oosthuizen í bráðabana um hver kæmist í næstu umferð. Furðulegasta atvik gærdagsins var þó í leik Miguel Angel Jimenez og Keegan Bradley en þegar Bradley ætlaði að droppa boltanum frá girðingu sem var fyrir honum ásakaði Jimenez hann um ólöglegt dropp. Það fór ekki vel í kylfusvein Bradley sem gleymdi í smá stund að golf er heiðursmannaleikur og sagði Spánverjanum að halda kjafti en rifrildið á milli þeirra hélt áfram jafnvel eftir að Jimenez sigraði leikinn á 18. holu. 36 holur verða leiknar í dag en mótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:00.
Golf Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira