Rafmagnsleigubílum í London fjölgar Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2015 09:59 TX-5 rafmagnsleigubíll frá London Taxi Company. Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Svörtu kubbslegu leigubílarnir í London verða brátt allmiklu umhverfisvænni því mörgum þeirra hefur verið skipt út fyrir rafmagnsbíla og verður þeim gömlu skipt út í stórum stíl á næstu árum. London Taxi Company, sem lengi hefur framleitt þá leigubíla sem einkenna Lundúni, er í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely, sem reyndar á einnig Volvo. Fyrirtækið framleiðir nú þennan TX4 leigubíl sem ætlað er að leysa af hólmi eldri leigubíla borgarinnar og von er á næstu gerð bílsins, TX5 innan þriggja ára. Meiningin er að framleiða allt að 36.000 svona bíla á ári og með því tífalda framleiðsluna frá því sem nú er. Þessir bílar eru einnig ætlaðir í sölu í öðrum löndum en Bretlandi. Þeir eru þó ekki einu rafmagnsleigubílarnir sem sjást í London nú því allmargir breskir Frazer-Nash Metrocab rafmagnsbílar eru þar einnig í þjónustu. Bílar Frazer-Nash er með svipaðan drifbúnað og TX4 og TX5 bílarnir, stórar rafhlöður og litla brunavél sem tekur við þegar rafhleðslan klárast. Drægni þeirra er svipuð, eða um 560 kílómetrar. Frazer-Nash, breskur rafmagnsleigubíll.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent