Aukning í bílasölu 90,8% í apríl Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2015 16:43 Alls seldust 1.305 nýir bílar í apríl, en þar af fóru 777 til bílaleiga. Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 90,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1.305 stk. á móti 684 í sama mánuði 2014 eða aukning um 621 bíla. Þar af voru 777 bílaleigubílar eða 59% af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. „Bílaleigubílar eru stór hluti af heildar nýskráningum fólksbíla á vormánuðum og og vega þeir hátt í heildinni. Hins vegar hefur bílasala tekið vel við sér það sem af er árinu og er það von okkar að sú þróun haldi áfram. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er með því hæsta sem þekkist eða 12,7 ár og því nauðsynlegt að endurnýja flotann svo við fáum notið þess besta í bílum er snýr að umferðaröryggi og eyðslu,“ segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent
Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 90,8% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 1.305 stk. á móti 684 í sama mánuði 2014 eða aukning um 621 bíla. Þar af voru 777 bílaleigubílar eða 59% af heildarnýskráningum fólksbíla í mánuðinum. „Bílaleigubílar eru stór hluti af heildar nýskráningum fólksbíla á vormánuðum og og vega þeir hátt í heildinni. Hins vegar hefur bílasala tekið vel við sér það sem af er árinu og er það von okkar að sú þróun haldi áfram. Meðalaldur fólksbíla hér á landi er með því hæsta sem þekkist eða 12,7 ár og því nauðsynlegt að endurnýja flotann svo við fáum notið þess besta í bílum er snýr að umferðaröryggi og eyðslu,“ segir Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent