Tónlist

Hjálmar senda frá sér splunkunýtt lag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hljómsveitin Hjálmar hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnis Undir fót og er tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson.

Í fyrra fagnaði hljómsveitin tíu ára starfsafmæli og gaf af því tilefni bestulagaplötuna Skýjaborgin. Alls hefur sveitin gefið út sex plötur en hefur haft hægt um sig undanfarin ár enda meðlimir hennar verið víða um heim. 

Sigurður Guðmundsson hefur verið búsettur í Noregi og margir af hinum meðlimunum hafa ferðast um jarðarkringluna til að leika á tónleikum með Ásgeiri Trausta. 

Hljómsveitin mun koma fram á Secret Soltice hátíðinni og mun leika þann 19. júní. Líklegt er að Undir fót fái að hljóma á þeim tónleikum auk fleirri frábærra laga sveitarinnar í gegnum tíðina. 

Hægt er að kaupa lagið inn á Tónlist.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×