Bílaumboðin frumsýna marga bíla í Fífunni Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 10:16 Flottir bílar frá Mercedes Benz verða frumsýndir í Fífunni um helgina. Bílaumboðið Askja mun frumsýna þrjá bíla á bílasýningunni ,,Allt á hjólum” í Fífunni um helgina. Þar ber hæst að nefna glæsilegan Mercedes-Benz S-Class Plug-in Hybrid útfærslu af S-línunni, flaggskipi þýska lúxusbílaframleiðandans. Þá verða einnig frumsýndir nýir Mercedes-Benz CLA Shooting Brake og Kia Soul SUV sem einnig eiga vafalítið eftir að vekja mikla athygli um helgina. Þá verður fjöldi annarra spennandi fólksbíla frá Mercedes-Benz og Kia á sýningunni sem og atvinnubílar frá Mercedes-Benz. S-Class Plug-in Hybrid er lúxustvinnbíll sem er mjög aflmikill en eyðslan er ótrúlega lág. Bíllinn er búinn rafmótor og 3 lítra V6 vél sem skilar 333 hestöflum. Hámarkstog er 480 Nm. Bíllinn er aðeins 5,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði bílsins er 250 km/klst. Eyðslan er aðeins 2,8 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og mengunin er aðeins 65 g/km. Þetta eru ótrúlegar tölur miðað við afl bílsins. Bíllinn er búinn öllum þeim lúxusbúnaði og tækni sem S-Class er þekktur fyrir. CLA Shooting Brake er afar sportlegur langbakur sem vakið hefur mikla athygli fyrir fallega hönnun. Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 177 hestöflum og hámarkstog er 350 Nm. Þrátt fyrir prýðilegt afl er eyðslan aðeins frá 4 lítrum á hundraðið og mengunin aðeins frá 105 g/km. Nýja útfærslan af Kia Soul SUV er með jepplinga útlit, með brettaköntum og sílsalistum. Auk þess kemur hann á 18" felgum, með High gloss stuðara, LED ljósum, leður innréttingu, rafmagnsstillingu í bílstjórasæti, 8" skjá með leiðsögukerfi og bakkmyndavél. Kia Soul SUV er sjálfskiptur með 1,6 lítra dísilvél sem skilar 128 hestöflum og er mjög eyðslugrönn og umhverfismild. Askja mun einnig sýna úr Mercedes-Benz línunni GLA sportjeppann, CLA 45 AMG sem og CLA í hefðbundinni fjögurra dyra, coupé útfærslu. Kia megin verða til sýnis Soul í dísilútfærslu, Soul EV rafbílinn, Sorento, Optima, Carens og Rio. Þá verða sýndir atvinnubílar frá Mercedes-Benz m.a. Vito, Citan og V-Class. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Bílaumboðið Askja mun frumsýna þrjá bíla á bílasýningunni ,,Allt á hjólum” í Fífunni um helgina. Þar ber hæst að nefna glæsilegan Mercedes-Benz S-Class Plug-in Hybrid útfærslu af S-línunni, flaggskipi þýska lúxusbílaframleiðandans. Þá verða einnig frumsýndir nýir Mercedes-Benz CLA Shooting Brake og Kia Soul SUV sem einnig eiga vafalítið eftir að vekja mikla athygli um helgina. Þá verður fjöldi annarra spennandi fólksbíla frá Mercedes-Benz og Kia á sýningunni sem og atvinnubílar frá Mercedes-Benz. S-Class Plug-in Hybrid er lúxustvinnbíll sem er mjög aflmikill en eyðslan er ótrúlega lág. Bíllinn er búinn rafmótor og 3 lítra V6 vél sem skilar 333 hestöflum. Hámarkstog er 480 Nm. Bíllinn er aðeins 5,2 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið og hámarkshraði bílsins er 250 km/klst. Eyðslan er aðeins 2,8 lítrar á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og mengunin er aðeins 65 g/km. Þetta eru ótrúlegar tölur miðað við afl bílsins. Bíllinn er búinn öllum þeim lúxusbúnaði og tækni sem S-Class er þekktur fyrir. CLA Shooting Brake er afar sportlegur langbakur sem vakið hefur mikla athygli fyrir fallega hönnun. Bíllinn er með 2,2 lítra dísilvél sem skilar 177 hestöflum og hámarkstog er 350 Nm. Þrátt fyrir prýðilegt afl er eyðslan aðeins frá 4 lítrum á hundraðið og mengunin aðeins frá 105 g/km. Nýja útfærslan af Kia Soul SUV er með jepplinga útlit, með brettaköntum og sílsalistum. Auk þess kemur hann á 18" felgum, með High gloss stuðara, LED ljósum, leður innréttingu, rafmagnsstillingu í bílstjórasæti, 8" skjá með leiðsögukerfi og bakkmyndavél. Kia Soul SUV er sjálfskiptur með 1,6 lítra dísilvél sem skilar 128 hestöflum og er mjög eyðslugrönn og umhverfismild. Askja mun einnig sýna úr Mercedes-Benz línunni GLA sportjeppann, CLA 45 AMG sem og CLA í hefðbundinni fjögurra dyra, coupé útfærslu. Kia megin verða til sýnis Soul í dísilútfærslu, Soul EV rafbílinn, Sorento, Optima, Carens og Rio. Þá verða sýndir atvinnubílar frá Mercedes-Benz m.a. Vito, Citan og V-Class.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent