Handbolti

Snorri Steinn spilar með Ásgeiri Erni næsta vetur

Snorri Steinn í leik gegn Dönum.
Snorri Steinn í leik gegn Dönum. vísir/eva
Snorri Steinn Guðjónsson mun færa sig um set í Frakklandi í sumar.

Þá yfirgefur hann lið Sélestat og gengur í raðir Nimes sem Ásgeir Örn Hallgrímsson spilar með. Fyrir þessu hefur íþróttadeild heimildir.

Snorri greindi frá því á dögunum að hann væri á förum frá Sélestat þar sem hann hefur ekki verið ánægður. Lítið nema fall úr frönsku úrvalsdeildinni blasir við liðinu.

Nimes hefur mikla trú á Snorra því liðið kaupir hann frá Sélestat.

Sélestat tók einmitt á móti Nimes í gær og þá vann Nimes sjö marka sigur. Nimes er reyndar ekki laust við falldrauginn heldur en stigin í gær voru gulls ígildi.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn á förum frá Sélestat

"Fyrir mig persónulega er frábært að koma núna í landsliðið enda búið að vera svo leiðinlegt í Frakklandi síðustu vikur," segir Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins.

Ásgeir Örn hafði betur gegn Snorra Steini

Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í Nimes unnu öruggan sjö marka sigur á Sélestat í Íslendingaslag í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×