Toyota lokar 100 söluumboðum í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 10:49 Toyota Yaris. Ekki gengur alltof vel hjá Toyota að selja bíla sína í Þýskalandi um þessar mundir og fyrirtækið hefur sagt upp öllum samningum við 500 bílaumboð í landinu, en meiningin með því er að fækka þeim úr 500 í 400. Með þessu vill Toyota gera net bílaumboða í Þýskalandi hagkvæmari í reksti og að þau skili hagnaði. Með þessum aðgerðum á þjónusta og sala varahluta ekki að versna fyrir þýska kaupendur Toyota bíla. Toyota seldi 70.267 bíla í Þýskalandi í fyrra og var það 5,1% minna en árið 2013 og með því minnkaði markaðshlutdeild Toyota niður í 2,3% í Þýskalandi. Fyrir örfáum árum gaf Toyota upp það markmið sitt að ná 4% markaðshlutdeild í Þýskalandi, en það virðist ekki ætla að nást og því vill Toyota draga saman starfsemi sína í landinu til að auka hagnað þeirra umboða sem þar selja Toyota bíla. Frá því að Toyota tilkynnti um þetta háleita markmið sitt hafa bæði Huyndai og Seat farið upp fyrir Toyota í markaðshlutdeild í Þýskalandi og Hyundai hefur nú náð 3,3% hlutdeild og Seat 3,1%. Ennfremur eru bæði Nissan og Mazda að sækja verulega að Toyota í hlutdeild í landinu. Sala Toyota bíla í Þýskalandi lækkaði um 6,4% í nýliðnum apríl, en heildarsala bíla í apríl óx á sama tíma um 6,3%. Því er minnkunin hjá Toyota enn brattari. Sala Toyota á árinu í Þýskalandi hefur minnkað um 8,7% á meðan markaðurinn þar hefur vaxið um 6,4%. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Ekki gengur alltof vel hjá Toyota að selja bíla sína í Þýskalandi um þessar mundir og fyrirtækið hefur sagt upp öllum samningum við 500 bílaumboð í landinu, en meiningin með því er að fækka þeim úr 500 í 400. Með þessu vill Toyota gera net bílaumboða í Þýskalandi hagkvæmari í reksti og að þau skili hagnaði. Með þessum aðgerðum á þjónusta og sala varahluta ekki að versna fyrir þýska kaupendur Toyota bíla. Toyota seldi 70.267 bíla í Þýskalandi í fyrra og var það 5,1% minna en árið 2013 og með því minnkaði markaðshlutdeild Toyota niður í 2,3% í Þýskalandi. Fyrir örfáum árum gaf Toyota upp það markmið sitt að ná 4% markaðshlutdeild í Þýskalandi, en það virðist ekki ætla að nást og því vill Toyota draga saman starfsemi sína í landinu til að auka hagnað þeirra umboða sem þar selja Toyota bíla. Frá því að Toyota tilkynnti um þetta háleita markmið sitt hafa bæði Huyndai og Seat farið upp fyrir Toyota í markaðshlutdeild í Þýskalandi og Hyundai hefur nú náð 3,3% hlutdeild og Seat 3,1%. Ennfremur eru bæði Nissan og Mazda að sækja verulega að Toyota í hlutdeild í landinu. Sala Toyota bíla í Þýskalandi lækkaði um 6,4% í nýliðnum apríl, en heildarsala bíla í apríl óx á sama tíma um 6,3%. Því er minnkunin hjá Toyota enn brattari. Sala Toyota á árinu í Þýskalandi hefur minnkað um 8,7% á meðan markaðurinn þar hefur vaxið um 6,4%.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira