Idris Elba sló 88 ára hraðamet Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 11:15 Idris Elba fagnar metslættinum á Pendine sandströndinni í Wales. Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent
Leikarinn Idris Elba sem þekktur er úr The Wire, Luther og Thor gerði sér lítið fyrir og bætti 88 ára „Flying mile“ hraðamet á Bentley bíl sínum á Pendine sandströndinni í Wales. Metið hafði staðið frá 1927 og var í eigu Sir Malcolm Campell á Napier-Campbell Blue Bird bíl sínum og náði hann þá 281,3 km meðalhraða. Til þess að bæta metið þufti Elba að halda meiri meðalhraða í fulla mílu og sló hann það nokkuð sannfærandi og náði 290,2 km meðalhraða. Á þessari leið sinni náði Idris Elba á tíma 300 km hraða. Bíll Idris Elba er Bentley Continental GT Speed með 12 stokka og 635 hestafla vél. Þessi metsláttur Elba var tekinn upp fyrir þáttinn Idris Elba: No Limits sem framleiddur er af Discovery Channel og verður sendur út í júlí.Napier-Campbell Blue Bird bíll Sir Malcolm Campbell átti metið áður, sem staðið hafði frá árinu 1927.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent