Atvinnubíladeild Öskju flytur á Fosshálsinn Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 09:09 Þorsteinn, Agnar og Páll hjá atvinnubíladeild Öskju brostu sínu breiðasta í nýja sýningarsalnum. Söludeild atvinnubíla Öskju hefur flutt í nýjan og glæsilegan sýningarsal að Fosshálsi 1. Salurinn er alls 350 fermetrar að stærð og þar verða til sýnis hinir vinsælu atvinnubílar Sprinter, Vito og Citan frá Mercedes-Benz. „Við erum afar ánægð að opna sérstakan sýningarsal fyrir atvinnubíla Mercedes-Benz og við hlökkum til að taka til starfa hér á Fosshálsinum. Allir atvinnumenn þekkja Mercedes-Benz atvinnubílana og vita hvað þeir standa fyrir hvað varðar gæði, þægindi, endingu og hagkvæman rekstur. Sprinter, Vito og Citan eru flottir og spennandi sendibílar í stækkandi atvinnubílaflota Mercedes-Benz,“ segir Agnar Daníelsson, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. Vito er með mikla burðargetu, alls 1.369 kíló, og öflugan akstursöryggisbúnað. Vito er bæði framleiddur sem sendibíll og fólksflutningabíll. Citan er boðinn í ýmsum útgáfum, m.a. sem fjölnotabíll og hann kemur í mismunandi lengdum og býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika. Sprinter hefur verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi sem og annarsstaðar og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. Allir bílarnir hafa fengið góða dóma fyrir aksturseiginleika, gæði og hagkvæmni. ,,Einnig verða í boði V-Class sem og hin breiða vörubílalína Mercedes-Benz auk hópferðabíla Mercedes-Benz og Evobus. Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Bílarnir hafa verið afar vinsælir á Íslandi og söluhæstir í mörgum flokkum atvinnubíla. Öll þjónusta við Mercedes-Benz atvinnubíla verður áfram í höfuðstöðvum Öskju að Krókhálsi 11. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent
Söludeild atvinnubíla Öskju hefur flutt í nýjan og glæsilegan sýningarsal að Fosshálsi 1. Salurinn er alls 350 fermetrar að stærð og þar verða til sýnis hinir vinsælu atvinnubílar Sprinter, Vito og Citan frá Mercedes-Benz. „Við erum afar ánægð að opna sérstakan sýningarsal fyrir atvinnubíla Mercedes-Benz og við hlökkum til að taka til starfa hér á Fosshálsinum. Allir atvinnumenn þekkja Mercedes-Benz atvinnubílana og vita hvað þeir standa fyrir hvað varðar gæði, þægindi, endingu og hagkvæman rekstur. Sprinter, Vito og Citan eru flottir og spennandi sendibílar í stækkandi atvinnubílaflota Mercedes-Benz,“ segir Agnar Daníelsson, sölustjóri Mercedes-Benz atvinnubíla hjá Öskju. Vito er með mikla burðargetu, alls 1.369 kíló, og öflugan akstursöryggisbúnað. Vito er bæði framleiddur sem sendibíll og fólksflutningabíll. Citan er boðinn í ýmsum útgáfum, m.a. sem fjölnotabíll og hann kemur í mismunandi lengdum og býður upp á fjölmarga notkunarmöguleika. Sprinter hefur verið afar vinsæll og traustur bíll hér á landi sem og annarsstaðar og einn mest seldi bíllinn í sínum flokki um árabil. Allir bílarnir hafa fengið góða dóma fyrir aksturseiginleika, gæði og hagkvæmni. ,,Einnig verða í boði V-Class sem og hin breiða vörubílalína Mercedes-Benz auk hópferðabíla Mercedes-Benz og Evobus. Mercedes-Benz er stærsti framleiðandi atvinnubíla í heiminum í dag. Bílarnir hafa verið afar vinsælir á Íslandi og söluhæstir í mörgum flokkum atvinnubíla. Öll þjónusta við Mercedes-Benz atvinnubíla verður áfram í höfuðstöðvum Öskju að Krókhálsi 11.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent