Volkswagen C Coupe GTE í Shanghai Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 09:28 Volkswagen C Coupe GTE. Autoblog Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent
Volkswagen kynnir nú nýjan bíl á bílasýningunni í Shanghai, en hún hófst í dag. Þessi bíll er hugsaður fyrir Kínamarkað og því er að sjálfsögðu hugsað mest fyrir því að pláss fyrir aftursætisfarþega sé sem best úr garði gert, en efnuðum Kínverjum er tamt að láta aðra keyra fyrir sig. Volkswagen C Coupe GTE er stór bíll sem byggður er á sama undirvagni og Audi A6 og á stærð við hann. Hann er tvíorkubíll með bensínvél og rafmótora sem samtals skila 242 hestöflum. Fyrstu 50 kílómetrana getur Volkswagen C Coupe GTE farið eingöngu á rafmagni og á allt að 130 km hraða. Uppgefin eyðsla bílsins er 2,3 lítrar á hverja 100 kílómetra og með fullan tank kemst bíllinn heila 1.100 kílómetra. Ekki ætti að fara illa um aftursætisfarþega í Volkswagen C Coupe GTE.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent