Þarf stjórnarformaður Volkswagen að segja af sér? Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 11:04 Ferdinand Piech, stjórnarformaður Volkswagen. Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen, Ferdinand Piech, hefur haft heljartak á fyrirtækinu fram að þessu og fengið því ráðið sem hann vill. Það tak hefur heldur betur slaknað við gagnrýni hans á forstjóra Volkswagen fyrir stuttu. Bæði aðrir stjórnarmenn og yfirmenn Volkswagen voru aldeilis ekki sammála Piech í gagnrýni sinni og mikið havarí hefur ríkt í herbúðum Volkswagen síðan þá. Svo rammt hefur kveðið við í þeim efnum að engu munaði að Piech hafi verið neyddur til að stíga úr stóli stjórnarformanns og enn gæti það gerst. Á krísufundi sem haldinn var í Salzburg síðasta fimmtudag lýsti stjórn Volkswagen yfir fullum stuðningi við forstjórann Winterkorn og samþykkt var að hann myndi sitja í stóli forstjóra fram til ársins 2017. Þetta varð Piech að undirskrifa þvert á vilja sinn og virðist hann mjög einangraður í gagnrýni sinni á forstjórann. Ástand sem þetta þykir mörgum líklegt að leiði til þess að Piech þurfi brátt að segja af sér sem stjórnarformaður, en samningur hans í þeirri stöðu gildir til apríl árið 2017.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent