BMW hægir á framleiðslu í Kína vegna minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:08 BMW X3 og aðrir jepplingar lúxusframleiðendanna seljast áfram vel í Kína, en um hefur hægst í sölu fólksbíla. BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent
BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent