Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. apríl 2015 20:30 Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld. Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu. Um 150 íslenskar unglingsstúlkur eignast börn á hverju ári. Þunganir unglingsstúlkna eru í vestrænum heimi taldar hafa neikvæðar félags og efnahagslegar afleiðingar, en einhverra hluta vegna hafa þær ekki verið skilgreindar sem félagslegt vandamál hér á landi. Ólafur Grétar Gunnarsson hefur rannsakað unglingaþunganir frá aldamótum, „Við erum búin að vera með þessa sögu frá 1945, að það sé meira um unglingaþunganir hér heldur en í löndunum sem við berum okkur saman við. Samt er ekki ennþá búið að viðurkenna þetta sem vandamál. Það vantar mjög mikið uppá að þjónustan sé viðeigandi,“ segir Ólafur. Jenný Björk er fimmtán ára og á von á sínu fyrsta barni. Móðir hennar segir engin félagsleg úrræði vera í boði fyrir stúlkur sem eignast börn undir lögaldri. Þær lendi hreinlega í gati í kerfinu. „Kerfið á Íslandi tekur ekki á móti börnum sem eru að eiga börn, það er bara þannig. Mér skilst að hún fái fæðingarstyrk, afþví að hún er náttúrlega ekki í neinni vinnu og ekki neitt. En hún á ekki rétt á neinu afþví að hún er svo ung sjálf,“ segir Berglind Erlendsdóttir, móðir Jennýjar. Védís Kara þekkir þessar aðstæður af eigin raun, en hún varð ólétt 16 ára og átti ekki rétt á hefðbundu fæðingarorlofi. Hún upplifði sig réttindalausa í kerfinu. „Alltaf í hvert einasta skipti sem ég þurfti að skrifa undir einhverja pappíra gagnvart barninu þurfti pabbi minn að vera með mér svo hann gæti vottað það. Af því að ég var ekki orðin átján þá þurfti undirskriftina hans, ekki bara mína. Svo var það til dæmis með fæðingarorlofið, ég átti ekki rétt á því,“ segir Védís. Fjallað verður nánar um unglingaþunganir á Íslandi í Brestum klukkan 20.25 í kvöld.
Brestir Tengdar fréttir Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45 Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Varð ólétt í áttunda bekk: „Þetta var bara þaggað niður“ „Samfélagið gerir ekki ráð fyrir því að það séu ungar mæður á Íslandi," segir Eva Rún Hafsteinsdóttir. 18. apríl 2015 14:45
Brestir – Unglingsmæður á Íslandi Í Brestum í kvöld skyggnist Þórhildur Þorkelsdóttir inn í líf unglingsmæðra á Íslandi. 20. apríl 2015 14:39