Víkingar sæmdu Bogdan æðsta heiðursmerki Víkings | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2015 17:55 Meira en þúsund manns klappa hér fyrir klökkum Bogdan Kowalczyk. Mynd/Fésbókarsíða Víkinga Það var mögnuð stemming í Víkinni í gærkvöldi þegar karlalið Víkings steig einu skrefi nær því að komast aftur upp í úrvalsdeild karla með sigri á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um hvort liðið spilar meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Víkin var troðfull á leiknum í gær en rúmlega þúsund áhorfendur fylltu húsið og þarna var líklega sett nýtt áhorfendamet í Víkinni samkvæmt umfjöllun á fésbókarsíðu handknattleiksdeildar félagsins. Bogdan Kowalczyk, fyrrum þjálfari Víkinga, var heiðursgestur á leiknum og heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn. Bogdan gerði Víkingsliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á fimm tímabilum sínum með liðið frá 1978 til 1983. Víkingar sæmdu Bogdan æðsta heiðursmerki Víkings á sérstakri samkomu fyrir leikinn þar sem margir þekktir kappar Víkings voru saman komnir. Það var magnað augnablik þegar yfir þúsund áhorfendur stóðu á fætur og hylltu Bogdan áður en leikurinn hófst. Bogdan Kowalczyk breytti miklu fyrir Víkinga á sínum tíma en undir hans stjórn varð félagið að stórveldi í handboltanum. Bogdan tók við íslenska landsliðinu eftir að hann þjálfaði Víkings. Bogdan Kowalczyk var staddur hér á landi til að fá sérstök heiðursverðlaun í tilefni af vali á besta handboltaliði sögunnar en Víkingslið hans frá 1980 var valið besta lið allra tíma. Hér fyrir neðan má sjá glæsilega umfjöllun Víkinga um leikinn á fésbókarsíðu sinni í gær sem og en þar er hægt að finna flotta myndir frá kvöldinu. Nokkrar þeirra má líka finna hér fyrir ofan.Það var mögnuð stemming í Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni um...Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015 Það er gaman að segja frá því að áhorfendamet var slegið í Víkinni í kvöld þegar 1070 áhorfendur ásamt Bogdani Kowalczyck heiðursgest mættu. Hérna sjáum við Jón Hjálmarsson skora flott mark úr horninu eftir laglega sókn.Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015 Íslenski handboltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Það var mögnuð stemming í Víkinni í gærkvöldi þegar karlalið Víkings steig einu skrefi nær því að komast aftur upp í úrvalsdeild karla með sigri á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi umspilsins um hvort liðið spilar meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabili. Víkin var troðfull á leiknum í gær en rúmlega þúsund áhorfendur fylltu húsið og þarna var líklega sett nýtt áhorfendamet í Víkinni samkvæmt umfjöllun á fésbókarsíðu handknattleiksdeildar félagsins. Bogdan Kowalczyk, fyrrum þjálfari Víkinga, var heiðursgestur á leiknum og heilsaði upp á leikmenn fyrir leikinn. Bogdan gerði Víkingsliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum á fimm tímabilum sínum með liðið frá 1978 til 1983. Víkingar sæmdu Bogdan æðsta heiðursmerki Víkings á sérstakri samkomu fyrir leikinn þar sem margir þekktir kappar Víkings voru saman komnir. Það var magnað augnablik þegar yfir þúsund áhorfendur stóðu á fætur og hylltu Bogdan áður en leikurinn hófst. Bogdan Kowalczyk breytti miklu fyrir Víkinga á sínum tíma en undir hans stjórn varð félagið að stórveldi í handboltanum. Bogdan tók við íslenska landsliðinu eftir að hann þjálfaði Víkings. Bogdan Kowalczyk var staddur hér á landi til að fá sérstök heiðursverðlaun í tilefni af vali á besta handboltaliði sögunnar en Víkingslið hans frá 1980 var valið besta lið allra tíma. Hér fyrir neðan má sjá glæsilega umfjöllun Víkinga um leikinn á fésbókarsíðu sinni í gær sem og en þar er hægt að finna flotta myndir frá kvöldinu. Nokkrar þeirra má líka finna hér fyrir ofan.Það var mögnuð stemming í Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni um...Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015 Það er gaman að segja frá því að áhorfendamet var slegið í Víkinni í kvöld þegar 1070 áhorfendur ásamt Bogdani Kowalczyck heiðursgest mættu. Hérna sjáum við Jón Hjálmarsson skora flott mark úr horninu eftir laglega sókn.Posted by Víkingur handbolti on 20. apríl 2015
Íslenski handboltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira