Mitsubishi skilar loks hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 16:23 Þrír tilraunabílar Mitsubishi sem fyrirtækið hefur sýnt að undanförnu á bílasýningum. Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent