Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2015 12:04 Þrátt fyrir að mörg kunnuleg andlit séu í leiknum hefur mörgum nýjum verið bætt við. Tíundi leikurinn í Mortal Kombat-seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjölmargir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur þó lengi stuðað undirritaðan varðandi Mortal Kombat-leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Það getur reynt á sálina. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Tíundi leikurinn í Mortal Kombat-seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjölmargir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur þó lengi stuðað undirritaðan varðandi Mortal Kombat-leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Það getur reynt á sálina. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp