SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Atli Ísleifsson skrifar 25. apríl 2015 14:16 Mikil eyðilegging blasir við íbúum Nepals. Vísir/AFP SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar upp á 7,9 í morgun. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum segir að starfsfólk SOS í Nepal sé nú að undirbúa umfangsmikla neyðaraðstoð, meðal annars að taka við og liðsinna börnum sem misst hafa foreldra sína í skjálftanum eða orðið viðskila við sína nánustu. „Unnið verður að því í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök að sameina fjölskyldur og finna hentugustu úrræðin fyrir þau börn sem orðið hafa munaðarlaus. Þá verða opnuð barnvæn svæði þar sem börn geta komið og leikið sér, fengið áfallahjálp, stundað nám og fleira fjarri þeim áhyggjum, sorg og ringulreið sem geta einkennt daglegt líf í kjölfar hamfara. Leita samtökin nú til almennings eftir stuðningi við neyðaraðstoðina. Hægt er að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni: Nepal. Þá er hægt að hringja í síma 907 1001 (1.000 krónur); og í síma 907 1002 (2.000 krónur). Níu SOS Barnaþorp eru í Nepal og hafa samtökin sinnt þar barnahjálparstarfi í yfir 40 ár. Þá reka SOS einn leikskóla í landinu, sjö grunnskóla, þrjá verknámsskóla og eina heilsugæslustöð. Auk þess hjálpa samtökin víðs vegar um landið þúsundum fátækra barnafjölskyldna til fjárhagslegs sjálfstæðis með Fjölskyldueflingu SOS. Sú aðstoð mun að líkindum aukast nú í kjölfar skjálftans. Samkvæmt fréttum af vettvangi eru öll börn í barnaþorpum óhult og það sama á við um allt starfsfólk samtakanna í Nepal. Um 160 Íslendingar eiga styrktarbörn í barnaþorpum í Nepal og fylgjast með uppvexti þeirra. Námu framlög þeirra til framfærslu barnanna 7,4 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta þar upp á 7,9 í morgun. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum segir að starfsfólk SOS í Nepal sé nú að undirbúa umfangsmikla neyðaraðstoð, meðal annars að taka við og liðsinna börnum sem misst hafa foreldra sína í skjálftanum eða orðið viðskila við sína nánustu. „Unnið verður að því í samstarfi við yfirvöld og önnur samtök að sameina fjölskyldur og finna hentugustu úrræðin fyrir þau börn sem orðið hafa munaðarlaus. Þá verða opnuð barnvæn svæði þar sem börn geta komið og leikið sér, fengið áfallahjálp, stundað nám og fleira fjarri þeim áhyggjum, sorg og ringulreið sem geta einkennt daglegt líf í kjölfar hamfara. Leita samtökin nú til almennings eftir stuðningi við neyðaraðstoðina. Hægt er að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt.500289-2529 með skýringunni: Nepal. Þá er hægt að hringja í síma 907 1001 (1.000 krónur); og í síma 907 1002 (2.000 krónur). Níu SOS Barnaþorp eru í Nepal og hafa samtökin sinnt þar barnahjálparstarfi í yfir 40 ár. Þá reka SOS einn leikskóla í landinu, sjö grunnskóla, þrjá verknámsskóla og eina heilsugæslustöð. Auk þess hjálpa samtökin víðs vegar um landið þúsundum fátækra barnafjölskyldna til fjárhagslegs sjálfstæðis með Fjölskyldueflingu SOS. Sú aðstoð mun að líkindum aukast nú í kjölfar skjálftans. Samkvæmt fréttum af vettvangi eru öll börn í barnaþorpum óhult og það sama á við um allt starfsfólk samtakanna í Nepal. Um 160 Íslendingar eiga styrktarbörn í barnaþorpum í Nepal og fylgjast með uppvexti þeirra. Námu framlög þeirra til framfærslu barnanna 7,4 milljónum króna á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira