Björgun vegna samskiptaleysis í Nepal Linda Blöndal skrifar 26. apríl 2015 19:30 Gísli Rafn Ólafsson, yfirmaður neyðarmála hjá alþjóðlegum regnhlífasamtökum segir enn óljóst hverjar aðstæður eru í Nepal núna en bæði skortur á rafmagni og bensíni hamli fjarskiptum í landinu.Stærstu regnhlífasamtök hjálparstofnanna Gísli leggur af stað til Katmandu í Nepal í fyrramálið frá Dúbæ. Hann fer fyrir Samtökum sem nefnast Nethope og eru regnhlífasamtök fjörtíu og þriggja stærstu hjálparsamtaka í heimi, líkt og Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins, Barnaheill og SOS barnaþorpanna. Sett verður upp stjórnstöð í höfuðborginni til að byrja með. Nethope sinnir björgun hvað varðar fjarskipti á hamfarasvæðum. Óljóst um aðstæður„Aðstæðurnar þarna úti er náttúrulega mjög slæmar en ástandið á svæðinu þar sem upptök skjálftans voru eru enn mjög óljóst. Það eru fjalladalir og svæði sem lítið hefur verið hægt að komast að enn sem komið er og það má búast við að einu leiðirnar til að komast þar að er með þyrlum", sagði Gísli í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gísli sem leiddi meðal annars hóp hjálparstarfsmanna til Haíti eftir jarðskjálftann þar árið 2010 segir verkefnin snúast um að koma síma og netsambandið í lag til að greiða fyrir þeirri neyðarhjálp sem er í landinu.Skortur veldur samskiptaleysi„Það er að detta út símanetið, það er mikill rafmagnsskortur og skortur á eldsneyti til að halda því öllu gangandi. Við munum setja upp gervihnattadiska og annað til að gefa hjálparstarfsmönnunum aðgang að netinu svo þeir geti til dæmis sent tölvupósta og aðrar upplýsingar af vettvangi og til stjórnstöðvanna í Katmandú og einnig til stjórnstöðva hjálparstofnanna út um allan heim", sagði Gísli. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gísli Rafn Ólafsson, yfirmaður neyðarmála hjá alþjóðlegum regnhlífasamtökum segir enn óljóst hverjar aðstæður eru í Nepal núna en bæði skortur á rafmagni og bensíni hamli fjarskiptum í landinu.Stærstu regnhlífasamtök hjálparstofnanna Gísli leggur af stað til Katmandu í Nepal í fyrramálið frá Dúbæ. Hann fer fyrir Samtökum sem nefnast Nethope og eru regnhlífasamtök fjörtíu og þriggja stærstu hjálparsamtaka í heimi, líkt og Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossins, Barnaheill og SOS barnaþorpanna. Sett verður upp stjórnstöð í höfuðborginni til að byrja með. Nethope sinnir björgun hvað varðar fjarskipti á hamfarasvæðum. Óljóst um aðstæður„Aðstæðurnar þarna úti er náttúrulega mjög slæmar en ástandið á svæðinu þar sem upptök skjálftans voru eru enn mjög óljóst. Það eru fjalladalir og svæði sem lítið hefur verið hægt að komast að enn sem komið er og það má búast við að einu leiðirnar til að komast þar að er með þyrlum", sagði Gísli í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gísli sem leiddi meðal annars hóp hjálparstarfsmanna til Haíti eftir jarðskjálftann þar árið 2010 segir verkefnin snúast um að koma síma og netsambandið í lag til að greiða fyrir þeirri neyðarhjálp sem er í landinu.Skortur veldur samskiptaleysi„Það er að detta út símanetið, það er mikill rafmagnsskortur og skortur á eldsneyti til að halda því öllu gangandi. Við munum setja upp gervihnattadiska og annað til að gefa hjálparstarfsmönnunum aðgang að netinu svo þeir geti til dæmis sent tölvupósta og aðrar upplýsingar af vettvangi og til stjórnstöðvanna í Katmandú og einnig til stjórnstöðva hjálparstofnanna út um allan heim", sagði Gísli.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira