Sýslumaður á Norðurlandi eystra skorar á meðlimi trúfélagsins Zuism að gefa sig fram Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 13:54 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra er með aðsetur á Húsavík. Vísir/GVA „Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum. Trúmál Zuism Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira
„Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum.
Trúmál Zuism Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Sjá meira