Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 18:48 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári en Illugi segir kaupsamninginn hafa verið gerðan í lok maí árið 2013. Vísir Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist hafa selt íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Vísir greindi frá því um helgina að kaupin hafi samkvæmt fasteignaskrá átt sér stað í júlí á síðasta ári en að afhending eignarinnar hafi átt sér stað tæpum sjö mánuðum fyrr.Kaupsamningnum ekki þinglýst „Dagsetning kaupsamnings er 30. maí 2013 og afhending í lok árs 2013,“ segir í skriflegu svari Illuga við fyrirspurn fréttastofu. Kaupsamningnum var ekki þinglýst samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu en afsal eignarinnar var þinglýst í júlí á síðasta ári, tæpu ári eftir kaupin.Sjá einnig: Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Það eru einu opinberu gögnin sem liggja fyrir um viðskiptin auk upplýsinga úr ársreikningi félagsins sem keypti eignina. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Félagið var áður í eigu Illuga en í ársreikningi vegna 2013 kemur fram að Haukur eigi 100 prósent hlutafjár í félaginu.Tók yfir tryggingarbréf Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Illugi að íbúðin hefði verið seld fyrir 53,5 milljónir króna. Samkvæmt afsali eignarinnar tók félag Hauks hins vegar yfir 55 milljóna króna skuldir með eigninni. Aðspurður um mismuninn á þessum upphæðum segir Illugi í svarinu: „Á söludegi eignarinnar voru tvö skuldabréf áhvílandi samtals að fjárhæð 34,5 milljón auk þess var tryggingarbréf áhvílandi á 3ja veðrétti sem endurspelgar ekki stöðu undirliggjandi skuldar á söludegi.“Haukur ekki innlendur aðili Fréttastofa óskaði einnig eftir skýringum á ummælum Illuga á Alþingi 13. apríl síðastliðinn þar sem hann sagði að engir íslenskir aðilar ættu í Orku Energy. „Ég sagði það hér áðan, það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila,“ sagði ráðherrann í þinginu. Fyrir liggur hins vegar að Haukur Harðarson eigi í fyrirtækinu. Aðspurður um þetta atriði segir Illugi að Haukur búi og starfi erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er Haukur skráður í Víetnam. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segist hafa selt íbúð sína við Ránargötu í Reykjavík í lok maí árið 2013. Vísir greindi frá því um helgina að kaupin hafi samkvæmt fasteignaskrá átt sér stað í júlí á síðasta ári en að afhending eignarinnar hafi átt sér stað tæpum sjö mánuðum fyrr.Kaupsamningnum ekki þinglýst „Dagsetning kaupsamnings er 30. maí 2013 og afhending í lok árs 2013,“ segir í skriflegu svari Illuga við fyrirspurn fréttastofu. Kaupsamningnum var ekki þinglýst samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu en afsal eignarinnar var þinglýst í júlí á síðasta ári, tæpu ári eftir kaupin.Sjá einnig: Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Það eru einu opinberu gögnin sem liggja fyrir um viðskiptin auk upplýsinga úr ársreikningi félagsins sem keypti eignina. Það félag er í eigu Hauks Harðarsonar, stjórnarformanns Orku Energy. Félagið var áður í eigu Illuga en í ársreikningi vegna 2013 kemur fram að Haukur eigi 100 prósent hlutafjár í félaginu.Tók yfir tryggingarbréf Á Facebook-síðu sinni í dag sagði Illugi að íbúðin hefði verið seld fyrir 53,5 milljónir króna. Samkvæmt afsali eignarinnar tók félag Hauks hins vegar yfir 55 milljóna króna skuldir með eigninni. Aðspurður um mismuninn á þessum upphæðum segir Illugi í svarinu: „Á söludegi eignarinnar voru tvö skuldabréf áhvílandi samtals að fjárhæð 34,5 milljón auk þess var tryggingarbréf áhvílandi á 3ja veðrétti sem endurspelgar ekki stöðu undirliggjandi skuldar á söludegi.“Haukur ekki innlendur aðili Fréttastofa óskaði einnig eftir skýringum á ummælum Illuga á Alþingi 13. apríl síðastliðinn þar sem hann sagði að engir íslenskir aðilar ættu í Orku Energy. „Ég sagði það hér áðan, það er enginn íslenskur aðili sem á þessi fyrirtæki, þetta eru allt aðilar sem eru annaðhvort búsettir erlendis eða eru erlendir aðilar, reyndar á þessum tíma er þetta í meirihlutaeign erlendra aðila,“ sagði ráðherrann í þinginu. Fyrir liggur hins vegar að Haukur Harðarson eigi í fyrirtækinu. Aðspurður um þetta atriði segir Illugi að Haukur búi og starfi erlendis. Samkvæmt upplýsingum úr þjóðskrá er Haukur skráður í Víetnam.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent