Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:29 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda. Alþingi Lekamálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira