Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:29 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda. Alþingi Lekamálið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira