Bíó og sjónvarp

Óskarsverðlaunahafinn Andrew Lesnie látinn

Bjarki Ármannsson skrifar
Lesnie hlaut Óskarsverðlaunin árið 2002 fyrir fyrsta hluta Hringadróttinssöguþríleiksins.
Lesnie hlaut Óskarsverðlaunin árið 2002 fyrir fyrsta hluta Hringadróttinssöguþríleiksins. Vísir/Getty
Ástralski kvikmyndatökumaðurinn Andrew Lesnie, sem hlaut óskarsverðlaunin árið 2002 fyrir fyrsta hluta Hringadróttinssöguþríleiksins, er látinn, 59 ára að  aldri.

Félag kvikmyndatökumanna í Ástralíu greindi frá skyndilegu andláti hans í dag. Lesnie var meðal annars þekktur fyrir samstarf sitt með leikstjóranum Peter Jackson við gerð Hringadróttinssögu, Hobbitans, King Kong og The Lovely Bones.

Síðasta mynd sem hann vann að var The Water Diviner, frumraun leikarans Russell Crowe í leikstjórastólnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×