Fast & Furious 7 tekjuhæsta kvikmynd frá upphafi í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 10:18 Jason Statham, einn leikara í Fast & Furious 7. Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Nýjasta kvikmyndin í Fast & Furious myndaröðinni, sú sjöunda, er nú í sýningu um allan heim og gengur gríðarlega vel. Svo vel gengur að sýna hana í Kína að engin kvikmynd hefur halað inn meiri tekjur í kínverskum kvikmyndahúsum frá upphafi. Í kína hefur myndin skapað 326 milljón dala tekjur og 11,5 milljón manns hafa séð myndina þar. Margir furða sig á þessum miklu vinsældum myndarinnar í Kína, sem og í öðrum löndum heims. Ekki síst er það í ljósi þess að myndin hefur almennt fengið slæma dóma kvikmyndagagnrýnenda og þykir mikil froða um ekki neitt og afar óraunhæfar senur þekja myndina alla og að hún gengur mun meira út á sprengingar en flott bílaatriði. Að því er ekki spurt ef peningarnir streyma í kassann og framleiðendur myndarinnar fara hlæjandi í bankann og gera áætlanir um næstu mynd, sem koma á út í apríl árið 2017.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira