Nú virðist líða að lokum hljómsveitarinnar Black Sabbath en samkvæmt söngvaranum Ozzy Osbourne mun hljómsveitin gefa út nýja plötu 2016 og í kjölfarið fara í sína síðustu tónleikaferð. Hljómsveitin var þegar búin að auglýsa sína allra síðustu tónleika sem áttu að fara fram í Japan í nóvember en hljómsveitin hefur þegar aflýst þeim tónleikum. En Ozzy er á því að félagar hans í Black Sabbath séu komnir með leið á því að ferðast um heiminn og koma fram á tónleikum en þeir vilja hinsvegar kveðja með hvelli. Samkvæmt Ozzy mun han þó halda áfram að koma fram einn síns liðs þrátt fyrir að Black Sabbath nafnið verði lagt á hilluna. En hann neyðist til að halda áfram að starfa þar sem að eiginkona hans sé dugleg við að eyða öllum peningnum hans.

Partýpinninn og tónlistarmaðurinn Andrew WK hyggst nú reyna fyrir sér á nýjum starfsvettvangi og mun hann byrja með nýjan útvarpsþátt á laugardaginn. Það sem vakti hvað mesta athygli við þær fréttir er að stöðin sem þátturinn verður á er í augu hins umdeilda Glenn Beck, en hann er hvað þekktastur fyrir að vera svo hægrisinnaður að Fox News sjónvarpsstöðin lét hann fara. En undanfarinn ár hefur hann rekið sína eigin útvarpsstöð við miklar vinsældir. Það verður því spennandi að sjá hvernig samstarf hans og Andrew WK muni ganga.