Handbolti

Kiel samdi við þýskan landsliðsmann

Christian Dissinger.
Christian Dissinger. vísir/getty
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel, er á fullu að styrkja liðið fyrir næsta vetur.

Hann er nú búinn að semja við þýska landsliðsmanninn Christian Dissinger sem kemur til félagsins frá TuS N-Lübbecke.

Þetta er 23 ára gamall, rétthentur strákur. Hann fékk sig lausan undan samningi við Lübbecke svo hann gæti farið til Kiel.

„Að spila fyrir Kiel er draumur sem ég leyfði mér ekki einu sinni að dreyma. Þetta er ótrúlegt tækifæri og ég er mjög þakklátur fyrir það," sagði Dissinger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×