Skoda sýnir Funstar í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 14:06 Skoda Funstar. Á hverju ári sýna þau fyrirtæki sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni skemmtilegar útfærslur bíla sinna, sem gjarnan eru ofuröflugar en stundum bara öðruvísi útlítandi. Þessi bíll Skoda er af síðarnefndri sortinni. Þarna fer Skoda Fabia sem breytt hefur verið af 23 ungum einstaklingum sem fengu að leika lausum hala við að smíða draumabílinn. Fabíunni hefur verið breytt í pallbíl sem skemmtilegt gæti verið fyrir ungt fólk að spóka sig á við allskonar útivist. Bíllinn er upplýstur að neðan með grænum LED ljósum, í stíl við hliðarspeglana og Skoda merkið. Hann stendur á 18 tommu „Gemini“ álfelgum. Vélin í bílnum er óbreytt 1,2 lítra TSI vél með 7 gíra DSG-sjálfskiptingu. Rúsínan í pylsuendanum er svo 1.400 watta hljóðkerfi, því stöðuvatnið Wörthersee er stórt! Ólíklegt er að þessi æfing verði til þess að Skoda verksmiðjurnar smíð fleiri eintök af þessum bíl. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent
Á hverju ári sýna þau fyrirtæki sem tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni skemmtilegar útfærslur bíla sinna, sem gjarnan eru ofuröflugar en stundum bara öðruvísi útlítandi. Þessi bíll Skoda er af síðarnefndri sortinni. Þarna fer Skoda Fabia sem breytt hefur verið af 23 ungum einstaklingum sem fengu að leika lausum hala við að smíða draumabílinn. Fabíunni hefur verið breytt í pallbíl sem skemmtilegt gæti verið fyrir ungt fólk að spóka sig á við allskonar útivist. Bíllinn er upplýstur að neðan með grænum LED ljósum, í stíl við hliðarspeglana og Skoda merkið. Hann stendur á 18 tommu „Gemini“ álfelgum. Vélin í bílnum er óbreytt 1,2 lítra TSI vél með 7 gíra DSG-sjálfskiptingu. Rúsínan í pylsuendanum er svo 1.400 watta hljóðkerfi, því stöðuvatnið Wörthersee er stórt! Ólíklegt er að þessi æfing verði til þess að Skoda verksmiðjurnar smíð fleiri eintök af þessum bíl.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent