Robert De Niro leikur Enzo Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:13 Robert De Niro. Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni. Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent
Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni.
Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent