Driftandi skriðdreki Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:05 Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga skriðdreka, en fyrirtækið Howe & Howe framleiðir skriðdreka sem almenningur getur keypt. Hér sést nýjasta framleiðsla fyrirtækisins, Ripsaw EV2 og fer þar greinilega afar hæft farartæki sem fátt getur stoppað. Skriðdrekinn er með 6,6 lítra Duramax V8 dísilvél og aflið því nægt þar sem skriðdrekinn er ekki mjög þungur og beltin líkari því sem er undir snjósleðum. Enda er þessum skriðdreka fært að drifta að vild, ekki síst ef undirlagið er ísilagt stöðuvatn, eins og sést í þessu myndskeiði. Mjög hátt er undir lægsta punkt á þessum netta skriðdreka og því ætti fátt að geta stöðvað hann. Howe & Howe, sem er í eigu bræðranna Geoff og Michael Howe, hefur sérhæft sig í framleiðslu óvenjulegra og sérhæfðra farartækja og bandaríski herinn er stór kúnni fyrirtæksins og hefur Howe & Howe framleidd hraðskreiða skriðdreka fyrir herinn. Einnig hafa farartæki frá fyrirtækinu verið mikið notuð í kvikmyndum. Líka flottur að innan. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga skriðdreka, en fyrirtækið Howe & Howe framleiðir skriðdreka sem almenningur getur keypt. Hér sést nýjasta framleiðsla fyrirtækisins, Ripsaw EV2 og fer þar greinilega afar hæft farartæki sem fátt getur stoppað. Skriðdrekinn er með 6,6 lítra Duramax V8 dísilvél og aflið því nægt þar sem skriðdrekinn er ekki mjög þungur og beltin líkari því sem er undir snjósleðum. Enda er þessum skriðdreka fært að drifta að vild, ekki síst ef undirlagið er ísilagt stöðuvatn, eins og sést í þessu myndskeiði. Mjög hátt er undir lægsta punkt á þessum netta skriðdreka og því ætti fátt að geta stöðvað hann. Howe & Howe, sem er í eigu bræðranna Geoff og Michael Howe, hefur sérhæft sig í framleiðslu óvenjulegra og sérhæfðra farartækja og bandaríski herinn er stór kúnni fyrirtæksins og hefur Howe & Howe framleidd hraðskreiða skriðdreka fyrir herinn. Einnig hafa farartæki frá fyrirtækinu verið mikið notuð í kvikmyndum. Líka flottur að innan.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira