Skilur ekki hvað hafi verið óviðeigandi við framkomuna Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2015 11:13 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44