Skilur ekki hvað hafi verið óviðeigandi við framkomuna Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2015 11:13 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44