Skilur ekki hvað hafi verið óviðeigandi við framkomuna Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2015 11:13 Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, segist ekki skilja hvað sé átt með að hann hafi sýnt af sér óviðeigandi framkomu á fundi á Akureyri í fyrradag. Þetta kemur fram í skriflegu svari Isavia til fréttastofu en í gær greindi Vísir frá því að látbragð Björns á fundi um opnun fleiri gátta inn í landið fyrir erlenda ferðamenn hefði vakið furðu og jafnvel reiði margra fundarmanna. Í svari Björns og Isavia kemur fram að í stuttu ávarpi sínu á fundinum lýsti Björn miklum stuðningi við sjónarmið sem fram voru sett, t.d. af fulltrúum Háskólans á Akureyri, Markaðsstofu Austurlands og Air 66. Þær hugmyndir sem þar komu fram væru einmitt vænlegar til góðs árangurs.Sjá einnig: Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan „Isavia er eins og greint var frá virkur þáttakandi í markaðssetningu Akureyrarflugavallar og Egilsstaðaflugvallar erlendis og leggur umtalsverðar fjárupphæðir til verkefnisins. Fulltrúar félagsins verða væntanlega boðaðir innan tíðar til starfa í nefnd sem fjalla á enn frekar um slíka markaðssetningu,“ segir í svarinu. Einnig séu starfsmenn félagsins nú á leið á reglubundna alþjóðaráðstefnu flugvalla og flugfélaga þar sem áhersla verður á að kynna alla íslenska alþjóðaflugvelli eins og fyrr, m.a. með þátttöku flugvallarstjórans á Akureyri og fulltrúa markaðsstofu Norðurlands. Björn Óli segist jafnframt hafa svarað nokkrum athugasemdum sem gerðar voru á fundinum við það hvernig staðið þætti að umræddum verkefnum af hálfu Isavia. „Lagði hann í orðum sínum áherslu á að ásakanir manna milli væru ekki vænlegar til þess að skila árangri heldur yrði menn að einbeita sér að því að vinna að haldbærum lausnum með samvinnu allra sem að málinu stæðu,“ segir í svari Björns og Isavia. Einn þeirra sem tjáði sig um málið við Vísis er Karl Jónsson, formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar. Karl er jafnframt varamaður í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og á og rekur Lamb Inn Öngulstöðum ásamt fjölskyldu sinni og tengdaföður. „Það skal líka sagt að á fundinum vakti athygli látbragð forstjóra ISAVIA þegar hann sat undir fyrirlestrunum. Hann hristi hausinn og flissaði ef framsögumenn sögðu eitthvað sem honum mislíkaði. Ráðning hans hlýtur að hafa verið einn stór misskilningur, því ekki bar hann það með sér að vera forstjóri yfir gríðarlega stóru opinberu hlutafélagi,“ segir Karl.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Forstjóri Isavia hló að fundarmönnum fyrir norðan Ferðamálafrömuðir norðan heiða vilja millilandaflugvöll á landsbyggðina. 10. apríl 2015 15:44