Golf

Jordan Spieth enn í bílstjórasætinu á Masters

Jordan Spieth hefur verið frábær á Augusta hingað til.
Jordan Spieth hefur verið frábær á Augusta hingað til. Getty
Jordan Spieth er 18 holum frá því að upplifa æskudrauminn sinn og sigra á Masters mótinu en eftir þrjá hringi leiðir þessi bandaríski kylfingur með fjórum höggum, samtals á 16 höggum undir pari.

Spieth hefur verið í sérflokki hingað til en á eftir honum kemur Englendingurinn Justin Rose á 12 höggum undir pari en þeir mynda lokahollið á morgun.

Phil Mickelson er einn í þriðja sæti á 11 höggum undir pari og hann gæti gert atlögu að Spieth á morgun með góðum hring en Augusta National virðist alltaf draga fram það besta úr þessum frábæra kylfingi.

Tiger Woods og Rory McIlroy hafa báðir leikið gott golf hingað til og eru jafnir í fimmta sæti á sex höggum undir pari en þeir þurfa á kraftaverki að halda á morgun til þess að eiga nokkurn séns á að berjast um titilinn.

Sagan segir þó að pressan á lokahringnum á risamóti eins og Masters er gífurleg en það verður áhugavert að sjá hvernig hinn ungi Jordan Spieth höndlar hana á morgun.

Lokahringurinn á Masters verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×