Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2015 15:30 Mynd/Íshokkísamband Íslands Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland
Íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira