Golf

Jordan Spieth talar um Masters-drauminn fjórtán ára gamall | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Spieth.
Jordan Spieth. Vísir/Getty
Dramur kylfingsins Jordan Spieth rættist í gær þegar hann tryggði sér sigur á Mastersmótinu á Augusta-vellinum.

Jordan Spieth lék hringina fjóra á átján höggum undir pari en þessi 21 árs gamli Bandaríkjamaður varð þar með sá næstyngsti til að vinna fyrsta risamót ársins.

Jordan Spieth talaði sjálfur um það að draumur sinn hafi ræst í gær og menn voru fljótir að grafa upp sjö ára gamalt sjónvarpsinnslag frá árinu 2008.

Jordan Spieth var þá aðeins fjórtán ára gamall og strax farinn að vekja mikla athygli þá nemandi í Jesuit High School í Dallas í Texas.

Í viðtalinu talar Jordan Spieth um þann draum sinn að vinna Mastersmótið en það er ólíklegt að hann hafi þá búist við að sá draumur myndi rætast fyrir 22 ára afmælið.

Hér fyrir neðan má sjá þetta skemmtilega innslag sem varð enn merkilegra eftir frammistöðu Jordan Spieth um helgina.


Tengdar fréttir

Jordan Spieth uppfyllti æskudrauminn og sigraði á Masters

Sigraði fyrsta risamót ársins með fjórum höggum eftir magnaða frammistöðu á Augusta National vellinum alla helgina. Hélt ró sinni og gerði það sem þurfti til þess að sigla sigrinum heim á lokahringnum í kvöld

Jordan Spieth áfram í sérflokki á Masters

Hélt áfram að spila frábært golf og leiðir með fimm höggum eins og er. Tiger Woods átti fínan dag og er meðal efstu manna en Spieth hefur þægilegt forskot þrátt fyrir að margir góðir kylfingar eigi eftir að koma inn.

Jordan Spieth enn í bílstjórasætinu á Masters

Leiðir með fjórum höggum þegar að einn hringur er eftir. Justin Rose og Phil Mickelson eru í aðstöðu til þess að berjast um sigurinn á morgun ef pressan reynist of mikil fyrir Spieth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×