Útvarpið á enn líf í bílum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 12:42 Valmynd fyrir útvarpsstöðvar í Audi bíl. Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent
Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent