Engin hraðatakmörk á 204 km vegi í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 15:44 Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent
Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent