Hugsanlegur eftirmaður Jeremy Clarkson fær morðhótanir Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 16:48 Sue Perkins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira