Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði reyndust vera fastir í fossi, sem kemur af stíflunni. Aðstæður á slysstað voru erfiðar og áttu lögreglumenn erfitt með að athafna sig. Björgunaraðgerðir gengu því erfiðlega, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Þar segir jafnframt að ekki sé hægt að fullyrða um afdrif annars drengsins en að lífgunartilraunir með hinn drenginn hafi fljótt borið árangur. Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að koma þeim til aðstoðar.
Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar komu á vettvang og munu þeir, ásamt lögreglu, fara yfir aðstæður á og við slysstaðinn til að tryggja að slys sem þetta geti ekki endurtekið sig. Vettvangsvinna lögreglu er enn í gangi.
Drengirnir tveir eru á grunnskólaaldri.
Drengirnir tveir festust í fossinum

Tengdar fréttir

Annar drengjanna til meðvitundar eftir endurlífgunartilraunir
Slökkvi- og sjúkralið var kallað út upp úr klukkan hálf þrjú vegna slyss sem átti sér stað við Lækjarkinn í Hafnarfirði.