Stjarnan svarar kæru Njarðvíkur: Getur ekki verið skýrara Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 15:00 Sara Diljá fyrir miðju. vísir/valli Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira
Stjarnan hefur sent út yfirlýsingu vegna kæru Njarðvíkur eftir leiki liðsins í umspili 1. deildar kvenna í körfubolta. Eins kom kom fram á Vísi fyrr í dag lagði Njarðvík inn kæru vegna þáttöku Söru Diljá Sigurðardóttur í leikjunum, en hún er á venslasamningi frá Val sem er hennar móðurfélag.Sjá einnig:Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Aðeins þeir leikmenn sem eru með áttundu flestu mínúturnar hjá viðkomandi úrvalsdeildarliði eða neðar mega vera á venslasamningi samkvæmt lögum KKÍ. Ef aðeins er horft til þeirra mínútna sem Sara Diljá hefur spilað í Dominos-deild kvenna er hún sjöunda mínútuhæst og því ólögleg, en sé bikarinn tekinn með er hún í níunda sæti og því lögleg. „Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Málið verður tekið fyrir hjá aga- og úrskurðarnefnd en verði Njarðvík dæmdur sigur í oddaleiknum eða þeim tveimur sem Sara Diljá spilaði í umspilinu missir Stjarnan væntanlega úrvalsdeildarsætið á kostnað Njarðvíkur.Yfirlýsing Stjörnunnar í heild sinni: „Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Stjórn kkd Njarðvíkur ákveðið að kæra úrslit í viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta ári sem endaði með glæsilegum sigri okkar stúlkna. Stjórnin vill meina að leikmaður Stjörnunnar, Sara Diljá Sigurðardóttir, sem er á venslasamningi frá Val sé ólögleg þar sem hún sé meðal sjö mínútuhæstu leikmanna Vals. Þessu er stjórn kkd Stjörnunnar algerlega ósammála. Fjórða grein reglugerðar um venslasamninga hljóðar eftirfarandi: „Þeim sjö (7) leikmönnum sem leikið hafa flestar mínútur að meðaltali fyrir móðurfélag er ekki heimilt að vera á venslasamning.“ Í okkar huga getur þetta ekki verið skýrara. Sara Diljá hefur leikið fyrir Val bæði í íslandsmóti og bikarkeppni og er þar í 9. sæti yfir mínútufjölda leikmanna að meðaltali. Leikmaður á venslasamning er löglegur með báðum félögum bæði í íslandsmóti og bikarkeppni þannig að eðlilega telja bæði mót að okkar mati. Stjórn Kkd Njarðvíkur vill aðeins telja mínútur í sumum mótum og eins vilja þeir meina að aðeins annar erlendur leikmaður Vals eigi að telja í þessari samantekt en ekkert er minnst á það í reglugerðinni, bara talað um 7 leikmenn og tveir erlendir leikmenn hafa sannarlega leikið fleiri mínútur að meðaltali en Sara með Val í vetur en í raun skiptir það ekki máli þar sem 8 leikmenn hafa spilað fleiri mínútur en Sara. Stjórn Kkd Stjörnunnar harmar að þessi kæra skuli vera komin fram en málið er nú í höndum okkar lögfræðinga og munum við ekki tjá okkur frekar um málið opinberlega fyrr en niðurstaða er komin í þetta mál. Virðingarfyllst, F.h stjórnar kkd Stjörnunnar Hilmar Júlíusson, formaður“Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Sjá meira