Handbolti

Hart barist um HM í handbolta

Frakkar lyfta bikarnum á HM í Katar.
Frakkar lyfta bikarnum á HM í Katar. vísir/getty
Það stefnir í mikinn slag um HM í handbolta árin 2021 og 2023.

Margar þjóðir lýstu yfir áhuga á að halda bæði mót en alþjóða handknattleikssambandið er nú búið að velja þrjár þjóðir fyrir hvort mót sem munu nú berjast um að fá að halda mótið.

Þjóðirnar þrjár sem bítast um HM 2021 eru Egyptaland, Ungverjaland og Pólland. Ungverjar og Pólverjar eru einnig á listanum yfir HM 2023 ásamt Svíþjóð.

Næsta skref er fundur þann 8. maí þar sem þjóðirnar munu kynna umsókn sína fyrir IHF.

Þjóðirnar fá svo tæpan mánuð til þess að gera umsókn sína enn betri áður en IHF ákveður hvaða þjóðir fái mótin á fundi sínum þann 4. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×