Voru að sækja bolta þegar þeir festust í hyl við Reykdalsstíflu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. apríl 2015 17:14 Þrítugur karlmaður sem kom til aðstoðar festist sjálfur í hylnum. Vísir/Ernir Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Drengirnir tveir sem voru hætt komnir við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði voru að reyna að sækja bolta sem hafði verið fastur í rennu fyrir affall af stíflunni í nokkra daga. Yngri strákurinn fór út í vatnið til að reyna að sækja boltann en þegar út í var komið fór hann að sökkva og hringsnerist í hyl sem er neðst í rennunni. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni sem hefur haft málið til rannsóknar.Sjá einnig: Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Aðstæður voru það erfiðar að karlmaður á þrítugsaldri sem kom til aðstoðar sem og lögreglumaður festust í hylnum og þurftu á björgun að halda. Drengirnir, sem eru bræður, voru við stífluna ásamt ellefu ára systur sinni en eldri bróðir drengsins fór út í til að hjálpa bróður sínum. Við það festist hann sjálfur í hylnum og voru þeir því báðir komnir í sjálfheldu. Systirin hringdi þá í móður sína sem hringdi á Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð við að ná drengjunum upp úr. Áður en björgunarlið kom á vettvang reyndi móðirin ásamt 16 ára stúlku sem kom að slysstaðnum að ná drengjunum tveimur upp úr. Náðu þær fljótlega taki á eldri drengnum án þess að ná honum upp úr hylnum. Björgunarlið var komið á staðinn fjórum mínútum eftir að kallað var eftir aðstoð. Ellefu ára systir drengjanna var í samskipti við Neyðarlínuna á meðan björgunartilraun móður stóð. Hún stöðvaði ökumann, karlmann um þrítugt, sem átti leið hjá en hann kom móðurinni og stúlkunni til aðstoðar. Með hans aðstoð náðu þau eldri drengnum upp úr hylnum. Endurlífgunartilraunir hófust þá á honum og var hann farinn að anda fljótlega eftir að vera kominn upp úr hylnum. Þegar þau reyndu að bjarga yngri drengnum úr hylnum féll maðurinn hins vegar sjálfur í hylinn og lenti þá í sjálfheldu. Á þeim tímapunkti kom björgunarlið á staðinn og fóru lögreglumenn strax í að koma þeim til aðstoðar. Fljótlega náðist karlmaðurinn einnig upp úr hylnum. Lögreglumaður freistaði þá því að ná til yngri drengsins en lenti sjálfur í sjálfheldu í hylnum. „Eftir einhvern tíma og tilraunir náðist í fótlegg lögreglumannsins og þannig að draga hann upp úr hylnum, en þá hafði lögreglumaðurinn náð taki á yngri drengnum og þeir báðir dregnir úr hylnum. Í framhaldinu voru hafnar endurlífgunartilraunir á yngri drengnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Lögreglan og fjölskylda barnanna vilja þakka þeim sem komu til aðstoðar þarna á vettvangi fyrir ótrúlega yfirvegun og þrekvirki, sem hinir sömu sýndu af sér við afar erfiðar aðstæður. Einnig vill lögreglan senda fjölskyldu barnanna, og ekki síst yngri drengnum, baráttu- og batakveðjur.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Drengurinn vaknaður og kominn úr öndunarvél Drengurinn sem fluttur var án meðvitundar á slysadeild eftir slys í Hafnarfirði er kominn úr öndunarvél. 17. apríl 2015 16:59