Handbolti

Löwen að missa titilinn til Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir Löwen.
Alexander Petersson skoraði átta mörk fyrir Löwen. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen tapaði í kvöld afar dýrmætum stigum í titilbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar er liðið laut í lægra haldi fyrir Wetzlar á útivelli, 31-27.

Löwen og Kiel hafa verið efst og jöfn í þýsku deildinni síðustu vikur og mánuði en liðin gerðu jafntefli í byrjun mánaðarins í æsispennandi viðureign.

Eftir tapið í kvöld er Kiel því með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir af tímabilinu.

Wetzlar leiddi frá upphafi til enda og náði mest sjö marka forystu í upphafi síðari hálfleiks, 20-13. Löwen minnkaði muninn í þrjú mörk en nær komst liðið ekki.

Alexander Petersson var markahæstur hjá Löwen með átta mörk og var markahæstur ljónanna. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði ekki í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×