Mótmæla fimm mánaða lokun Laugavegar Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2015 12:25 Björn Jón Bragason er framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg. Vísir/Valli Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hefur lagt til að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð frá 1. maí til 1. október. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í alvöru miðbæ sé ys og þys og þar sem ægir saman alls konar umferð. „Samtökin hafa áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga og hafa kært fyrri ákvörðun borgarinnar um lokun til innanríkisráðuneytis. Ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn og fráleitt að ræða um lokun áður en ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu.“Samtökin segja Laugaveginn vera einu skilgreindu verslunargötu borgarinnar og til mikils að vinna að verslun þar fáist þrifist. „Það gerist ekki nema í góðu samráði við hagsmunaaðila og brýnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar láti af skæruhernaði gegn atvinnulífi í borginni. Ekki hefur örlað á vilja formanns umhverfis- og skipulagsráðs til samráðs við rekstraraðila og eigendur atvinnuhúsnæðis við götuna. Hafi borgaryfirvöld áhuga á lokun er rétt að greitt verði um það atkvæði meðal rekstraraðila og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Of miklir atvinnuhagsmunir og eignarréttindi eru í húfi til að ákvörðun af þessu tagi sé tekin einhliða af borgaryfirvöldum. Göngugata getur verið skemmtileg tilbreytni á sólríkum dögum, en í rigningu og sudda er engum til gagns að loka fyrir umferð. Möguleg lokun götunnar verður að vera á forsendum verslunarinnar sjálfrar. Þar mætti til dæmis hugsa sér svokallaða góðviðrislokun,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg mótmæla málflutningi Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, hefur lagt til að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð frá 1. maí til 1. október. Í tilkynningu frá samtökunum segir að í alvöru miðbæ sé ys og þys og þar sem ægir saman alls konar umferð. „Samtökin hafa áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga og hafa kært fyrri ákvörðun borgarinnar um lokun til innanríkisráðuneytis. Ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úrskurð sinn og fráleitt að ræða um lokun áður en ráðuneytið hefur komist að niðurstöðu.“Samtökin segja Laugaveginn vera einu skilgreindu verslunargötu borgarinnar og til mikils að vinna að verslun þar fáist þrifist. „Það gerist ekki nema í góðu samráði við hagsmunaaðila og brýnt að formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar láti af skæruhernaði gegn atvinnulífi í borginni. Ekki hefur örlað á vilja formanns umhverfis- og skipulagsráðs til samráðs við rekstraraðila og eigendur atvinnuhúsnæðis við götuna. Hafi borgaryfirvöld áhuga á lokun er rétt að greitt verði um það atkvæði meðal rekstraraðila og eigenda atvinnuhúsnæðis á svæðinu. Of miklir atvinnuhagsmunir og eignarréttindi eru í húfi til að ákvörðun af þessu tagi sé tekin einhliða af borgaryfirvöldum. Göngugata getur verið skemmtileg tilbreytni á sólríkum dögum, en í rigningu og sudda er engum til gagns að loka fyrir umferð. Möguleg lokun götunnar verður að vera á forsendum verslunarinnar sjálfrar. Þar mætti til dæmis hugsa sér svokallaða góðviðrislokun,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Rútufár á Laugavegi Kraumandi óánægja er nú meðal þeirra sem starfa við Laugaveg en rútur valda þar mengun og teppa umferð. Hjálmar Sveinsson boðar aðgerðir. 25. mars 2015 13:13