Eiður Smári: "Spilaði í sennilega besta liði sem sagan á“ | Myndband Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2015 16:00 vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti ef ekki besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið af sér, var í athyglisverðu viðtali við sjónvarpsþáttinn 433.is í gærkvöldi. Þátturinn var sýndur á Hringbraut, en Eiður fór um víðan völl í viðtalinu. „Þetta er mjög kaflaskipt," sagði Eiður aðspurður hver væri hans besti tími á ferlinum. „Ég þurfti að koma mér aftur af stað og að standast þær væntingar sem til mín voru gerðar þegar ég var yngri." „Að fá að spila með stórliði eins og Chelsea og að vera í lykilhlutverki sem vinnur deildina í fyrsta skipti í 50 ár. Að fá að upplifa allt ferlið, þegar Abrahamovic kemur inn og kaupir félagið, fá að upplifa Mourinho. Svo auðvitað Barcelona. Skref sem ekki hægt var að neita." Eiður spilaði með Barcelona frá 2006-2009, en Barcelona-liðið 2009 er talið eitt besta knattspyrnulið sögunnar. Þeir unnu allt sem hægt var að vinna; deildina, bikarinn og Meistaradeildina. „Það var það ótrúlegur tími að spila í sennilega besta liði sem sagan á sér, 2009 liðið. Það vann allt sem hægt var að vinna. Að vera hluti að því var ótrúlegt og maður gerði sér ekkert endilega grein fyrir því á þeim tíma. Maður var kannski frekar að pirra sig yfir því hvað maður spilaði fáar mínútur, en þegar ég hugsa til baka þá spilaði ég örugglega um 100-110 leiki fyrir Barcelona sem er frábært afrek. Þessi frábæri leikmaður fór frá Barcelona sumarið 2009 og gekk þá í raðir Monaco. Þar gengu hlutirnir ekki upp og hann fór á láni frá félaginu. „Erfiðast eftir Barcelona var að aðlagast öðruvísi fótbolta og stíga skref niður á við. Það held ég að sé reyndar óhjákvæmilegt þegar þú ferð frá Barcelona. Skrefið var kannski of mikið niður á við að fara til Monaco og ég átti í erfiðleikum með það. Ég skildi ekki alveg hvað leikmennirnir vildu og þeir voru kannski ekki að skilja mig inni á vellinum." „Seinni hluta ferilsins hefur verið rótering og hef verið að leita af liði þar sem mér líður vel. Það gerðist hjá Tottenham og það gerðist meira segja hjá Cercle Brugge þegar ég byrjaði að spila aftur eftir fótbrotið í Grikklandi." „Þá fann ég gleði aftur eftir fótbrotið. Ég ætlaði mér alls ekki að enda ferilinn þannig og núna erum við komnir hingað," sagði Eiður en allt viðtalið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Sjá meira