Körfubolti

Frábær endurkoma Harðar og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður í eldlínunni með landsliðinu.
Hörður í eldlínunni með landsliðinu. vísir/daníel
Hörður Axel Vilhjálmsson spilaði í rúmar 24 mínútur þegar Mitteldeutscher vann endurkomusigur á Phoenix Hagen í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 70-65.

Phoenix Hagen var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 42-27. Hörður Axel og félagar unnu hins vegar þriðja leikhlutann 23-9 og þann fjórða 20-14. Lokatölur 70-65.

Hörður Axel skoraði ellefu stig, tók tvö fráköst og stal einum bolta. Hann tapaði þremur boltum.

Mitteldeutscher er í þrettánda sæti deildarinnar eftir sigurinn, en Phoenix er í því tólfta. Mikilvægur sigur hjá Herði og félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×