Tröllvaxnar bleikjur í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2015 21:28 Sigurður Hafsteinsson með 11 punda bleikju úr Varmá Mynd: Halldór Gunnarsson Þegar undirritaður byrjaði að veiða í Varmá var alveg hægt að grísa á væna sjóbirtinga en bleikjurnar voru sjaldan mikið stærri en 4-5 pund og það þó ansi gott. Staðan er allt önnur núna eftir að veitt og sleppt var tekið upp, áin aðeins veidd á flugu og umgengnin við hana bætt til muna. Núna þykir það ekkert tiltökumál að ná og eða sjá tröllvaxna sjóbirtinga og vænar bleikjur en varðandi bleikjurnar þá virðast þær ekki gera neitt annað en að stækka. Halldór Gunnarsson var við veiðar ásamt Sigurði Hafsteinssyni þann 1. apríl og þeir lentu heldur betur í góðri veiði. Nokkrum vænum sjóbirtingum var landað og nokkrum minni sem er svo sem alveg dæmigert fyrir Varmá en fiskurinn sem rekur veiðimenn í rogastans er bleikja sem er samkvæmt mælingum þeirra félaga um 11 pund eða nálægt 6 kílóum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þetta flottir fiskar sem Halldór og Sigurður fengu í þessari fínu opnun. Fleiri fiskar komu á land en eins og oft vill verða sækja flestir veiðimenn í að veiða Stöðvarbreiðuna þrátt fyrir að mikið sé af álitlegum veiðistöðum í ánni. Varmáin getur verið í þessum gír alveg út maí en þá byrjar fiskurinn iðullega að vera tregari í töku eða líklega er réttar að segja vandlátur að það sem hann er að taka. Á vorin getur hann stokkið á það fyrsta sem dettur í ánna og þá eru það oft bjartari flugurnar sem gefa vel. Þess má geta að líklega eru bleikjurnar sem verða stærstar í ánni afkomendur eða bleikjur sem sluppu úr eldisstöðinni en án erfðarannsókna á þeim verður það seint fullvíst hvaðan þær eru. Stangveiði Mest lesið SVFR gefur öllum félögum 10.000 kr gjafabréf Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Borga laxveiðileyfi en fara í silung Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Fer Blanda í 400 laxa í dag? Veiði
Þegar undirritaður byrjaði að veiða í Varmá var alveg hægt að grísa á væna sjóbirtinga en bleikjurnar voru sjaldan mikið stærri en 4-5 pund og það þó ansi gott. Staðan er allt önnur núna eftir að veitt og sleppt var tekið upp, áin aðeins veidd á flugu og umgengnin við hana bætt til muna. Núna þykir það ekkert tiltökumál að ná og eða sjá tröllvaxna sjóbirtinga og vænar bleikjur en varðandi bleikjurnar þá virðast þær ekki gera neitt annað en að stækka. Halldór Gunnarsson var við veiðar ásamt Sigurði Hafsteinssyni þann 1. apríl og þeir lentu heldur betur í góðri veiði. Nokkrum vænum sjóbirtingum var landað og nokkrum minni sem er svo sem alveg dæmigert fyrir Varmá en fiskurinn sem rekur veiðimenn í rogastans er bleikja sem er samkvæmt mælingum þeirra félaga um 11 pund eða nálægt 6 kílóum. Eins og sést á meðfylgjandi myndum eru þetta flottir fiskar sem Halldór og Sigurður fengu í þessari fínu opnun. Fleiri fiskar komu á land en eins og oft vill verða sækja flestir veiðimenn í að veiða Stöðvarbreiðuna þrátt fyrir að mikið sé af álitlegum veiðistöðum í ánni. Varmáin getur verið í þessum gír alveg út maí en þá byrjar fiskurinn iðullega að vera tregari í töku eða líklega er réttar að segja vandlátur að það sem hann er að taka. Á vorin getur hann stokkið á það fyrsta sem dettur í ánna og þá eru það oft bjartari flugurnar sem gefa vel. Þess má geta að líklega eru bleikjurnar sem verða stærstar í ánni afkomendur eða bleikjur sem sluppu úr eldisstöðinni en án erfðarannsókna á þeim verður það seint fullvíst hvaðan þær eru.
Stangveiði Mest lesið SVFR gefur öllum félögum 10.000 kr gjafabréf Veiði Frábær saga af maríulaxi í Fnjóská Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Flottir fiskar úr Eldvatni í Meðallandi Veiði Veiðin í Jöklu mun betri en í fyrra Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Fjórir laxar við opnun Mýrarkvíslar Veiði Borga laxveiðileyfi en fara í silung Veiði Flott opnun í Grímsá Veiði Fer Blanda í 400 laxa í dag? Veiði