Körfubolti

Malaga vann nauman sigur á botnliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór og félagar berjast við Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar.
Jón Arnór og félagar berjast við Real Madrid á toppi spænsku deildarinnar. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska körfuboltaliðinu Unicaja Malaga unnu nauman sigur, 75-78, á Montakit Fuenlabrada í kvöld.

Það var sterkur 3. leikhluti Malaga sem gerði útslagið í kvöld. Montaktit, sem er í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, var með sjö stiga forystu í hálfleik, 41-34, en Malaga-menn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og unnu 3. leikhlutann með 11 stigum, 16-27.

Malaga er í toppsæti deildarinnar en Real Madrid getur jafnað Jón Arnór og félaga að stigum með sigri á Zaragoza á morgun.

Jón Arnór hafði hægt um sig í leik kvöldins; spilaði í rúmar 12 mínútur, skoraði þrjú stig og átti eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×