Bílar ruku út í Evrópu í mars Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 11:35 Bílaumferð í Þýskalandi. Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent
Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent